*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Hilmar ætlar að halda áfram í þjálfun – ,,Er ekki búinn að heyra í neinum"

22sept_Hilmar_hkEins og fram hefur komið mun Hilmar Guðlaugsson láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs HK eftir yfirstandandi tímabil. Í samtali við Sport.is segist hann hafa hug á því að halda áfram í þjálfun.

„Hvað tekur við núna er óráðið eins og staðan er núna. Ég er ekki búinn að heyra í neinum en hef klárlega hug á því að halda áfram í þjálfun," sagði Hilmar við Sport.is.

Aðspurður hvort hann ætli að snúa sér að karlaþjálfun sagði hann. „Ég hef ekkert pælt í því. Myndi skoða það ef það kemur upp en það er samt ekki mín heitasta ósk. Ég hef þjálfað stelpur undanfarin ár og líkar það vel."

Áður en hann semur við annað lið mun hann þó klára tímabilið. „Ég klára minn samning hjá HK og segi svo skilið við félagið. Þetta hafa verið góð tíu ár hjá liðinu,"