*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Hilmar hættir með HK eftir tímabilið

Hilmar Guðlaugsson 3.3Handknattleiksþjálfarinn Hilmar Guðlaugsson mun láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs HK eftir tímabilið. Þetta kom fram í tilkynningu frá HK í gær.

Hilmar hefur unnið hjá HK síðan 2004. Fyrst var hann þjálfari hjá yngri flokkum félagsins en hann tók við meistaraflokki kvennaliðsins árið 2010.

Í tilkynningu félagsins þakkar liðið Hilmari fyrir vel unnin störf.