*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Haukar hafa rætt við Aron – ,,Þetta veltur svolítið á HSÍ"

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Haukar hafa rætt við Aron Kristjánsson um að taka við liðinu eftir yfirstandandi tímabil. Þetta staðfesti Þorgeir Haraldsson í samtali við Sport.is rétt í þessu.

„Við erum búnir að ræða við nokkra þjálfara og Aron er einn þeirra. Vissulega er hann efstur á óskalistanum en þetta er ekki komið það langt að við eigum von á svari frá honum um helgina eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í morgun," sagði Þorgeir við Sport.is.

Þá segir Þorgeir einnig að þetta gæti oltið á því hvort Aron yrði áfram landsliðsþjálfari. „Þetta fer svolítið eftir því hvað HSÍ ætlar að gera. Ef Aron á að byggja upp landslið eins og planið var í upphafi þá hefur hann eiginlega ekki tíma til að þjálfa félagslið líka. Mér finnst þessvegna að HSÍ þurfi að svara honum sem fyrst,"