*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Final four helgin verður í Köln til ársins 2020

flensburgNú er ljóst að final four helgin í Meistaradeildinni í handknattleik verður áfram í Lanxess höllinni í Köln til ársins 2020.

Núgildandi samningur rennur út á næsta ári og hittist skipulagsnefnd Meistaradeildarinnar í Valencia í gær þar sem þetta var ákveðið.

Það er því ljóst að keppnin er ekki á förum frá Köln í bráð.