*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Fáum við tvo úrslitaleiki í lokaumferðinni? – Þetta þarf að gerast

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Nú þegar flest lið eiga einungis tvo leiki eftir í Olís-deild karla í handknattleik er ennþá spenna í deildinni. Með réttu úrslitunum í næstu umferð gætum við fengið tvo úrslitaleiki í lokaumferðinni.

Það sem þarf að gerast í næstu umferð til þess að lokaumferðin verði bjóði upp á tvo úrslitaleiki er að Stjarnan nái að minnsta kosti stigi gegn Valsmönnum, Haukar sigri Fram og að Afturelding vinni ÍR.

Ef Valsmenn hinsvegar sigra Stjörnumenn er ljóst að Valur verður meistari og Stjarnan er fallin.