*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Aron staðfestir að hann hætti með Kolding í vor

Mynd: Hilmar Þór

Mynd: Hilmar Þór

Aron Kristjánsson mun hætta með danska liðið Kolding eftir tímabilið en þetta staðfesti hann í samtali við Sport.is nú rétt í þessu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst fjárhagslegar.

„Já, ég mun hætta með liðið eftir tímabilið. Það er á hreinu," sagði Aron við Sport.is og bætti við.

„Það eru fyrst og fremst fjárhagslegar ástæður fyrir þessu. Liðið þarf að spara pening. Það var í skoðun að fá styrktaraðila í þetta en að lokum varð þetta niðurstaðan. Fjölskyldan mín er líka heima á Íslandi og það ég vildi ekki flytja hana út. Þetta hefur verið lengi í uppsiglingu,"

Aðspurður um það hvort að Aron væri að taka við Haukum sagði hann að ekkert væri ákveðið í þeim efnum. Hann væri núna að fara með Kolding í bikarúrslitahelgi og síðan úrslitakeppni áður en við tækju landsliðsverkefni með A-landsliði karla.

Samningur Arons við landsliðið rennur út í sumar en Aron gat lítið tjáð sig um hvort hann verði áfram með landsliðið. „Framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni EM auk þess sem við erum að vinna í ýmsum málum. Við byrjum á að klára þessu verkefni áður en við ræðum framhaldið."