*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Aron hættir hjá Kolding – Tilkynnt síðar í dag

Mynd: Heiða

Mynd: Heiða

Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er að hætta með danska meistaraliðinu Kolding en þetta verður tilkynnt síðar í dag.

Þetta kemur fram á Vísi.is sem segir að samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun Aron láta af störfum hjá félaginu þegar tímabilinu eru lokið.

Ýmsar ástæður gætu verið fyrir því að Aron sé að hætta en fjárhagsaðstæða félagsins er ekki góð um þessar mundir og einnig býr Aron einn í Danmörku en fjölskyldan hans býr hér á Íslandi.

Aron hefur verið orðaður við að taka við Haukum á ný en Patrekur Jóhannesson er að hætta með liðið vegna mikilla anna með austurríska landsliðið.

Aron hefur náð mjög góðum árángri með danska liðinu og gerði þá að dönskum meisturum á síðustu leiktíð. Kolding féll á dögunum úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðið féll úr leik gegn Zagreb.