*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Grótta deildarmeistari og spilar í Olís deildinni næsta vetur

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Grótta urðu í kvöld deildarmeistarar í 1.deild karla í handbolta eftir öruggan sigur, 22-29, á ÍF. Mílan.

Grótta er því með þriggja stiga forskot á toppnum þegar ein umferð er eftir.

Staðan var 11-13 í hálfleik og Grótta tók gjörsamlega öll völd í seinni hálfleik og sigraði að lokum 22-29.

Bikarinn fór ekki á loft að þessu sinni en hann mun gera það í lokaumferð og lokaleik liðsins á miðvikudaginn, 1. apríl.