*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Óskar Bjarni: ,,Ef við gerum þetta ekki að fullu þá vinnum við ekki neitt"

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Óskar Bjarni, þjálfari Vals, var ánægður með góðan fimm marka sigur liðsins á ÍR í kvöld en liðið hóf leikinn af krafti og skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins.

,,Við byrjuðum mjög vel og áttum svo góðan kafla í seinni hálfleik og vorum með gott forskot og spiluðum góðan varnarleik og svo var Stephen góður. Þannig mjög góð stig."

Valur þarf einungis að vinna næsta leik til þess að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en þá mætir liðið Stjörnunni sem má ekki við tapi en tap myndi fella liðið niður um deild.

,,Við erum í góðri stöðu og þurfum bara að klára dæmið. Við vorum í góðri stöðu hérna í kvöld en slökuðum svo á. Ef við gerum þetta ekki að fullu þá vinnum við ekki neitt. Ef við gerum þetta að fullu þá hef ég góða trú á að við verðum deildarmeistarar."

Hann er þó ekki alveg sáttur með leikjaálagið og telur það jafnvel vera of mikið og að dagskráin sé eilítið of þétt en viðtalið við Óskar Bjarna má sjá hér fyrir neðan.