*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Mynd dagsins: Framarar troða sokk í handboltaspeking – Í orðsins fyllstu merkingu!

Eins og fram hefur komið hafði Fram betur gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik. Í kjölfarið fóru leikmenn Fram með sokk heim til handboltasérfræðings sem fyrir leik hafði sagt að liðið ætti ekki séns gegn FH.

Tómas Meyer spáði fyrir um leiki umferðarinnar á vefsíðunni Fimmeinn.is í dag og sagði meðal annars. „Safamýradrengir eiga litla möguleika, nei ég meina enga."

Fram vann svo leikinn og eftir sigurinn var farið með sokk heim til Tómasar eins og sjá má hér að neðan.

sokkur