*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Kári Kristján: ,,Ætla að vinna dollu og er alveg sama hver verður á vegi mínum"

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður Vals, átti frábæran leik í sigri liðsins gegn ÍR er hann skoraði átta mörk. Sigur Vals var aldrei í hættu en liðið skoraði fyrstu fimm mörk leiksins og var með mikið forskot á tímabili.

,,Við vorum komnir alveg svakalega með þá í lúkurnar með níu mörk og svo duttum við niður á hælanna og sóknarlega vorum við bara frekar slakir megin hlutan af leiknum."

Hann var þó ekki alveg sáttur með leik sinna manna en hrósaði varnarleiknum og Stephen Nielsen, markverði liðsins, alveg sérstaklega.

,,Í seinni hálfleik vorum við bara í basli sóknarlega í 20 mínútur. Varnarlega vorum við samt flottir. Stephen var eins og padda í markinu."

Hann segist ætla sér að vinna dollu í næsta leik er liðið mætir Stjörnunni og getur með sigri tryggt sér deildarmeistaratitilinn.

,,Við vinnum næsta leik og þá erum við búnir að vinna þetta mót og þá tekur annað mót við."

Hann segist ekkert ætla að láta það trufla sig að Stjarnan fellur sigri Valur.

,,Spái ekki í því. Ég ætla að vinna dollu og mér er eiginlega sama hver verður fyrir mér á leiðinni."

Viðtalið við Kára má sjá hér fyrir neðan.