*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Haukar ætla að fá reynslumikinn þjálfara

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Haukar tilkynntu í gær að Patrekur Jóhannesson myndi hætta með liðið eftir tímabilið til að einbeita sér alfarið að austurríska landsliðinu sem hann hefur þjálfað undanfarin ár.

Morgunblaðið fjallaði um málið í morgun og þar sagði Patrekur að fyrirkomulagið gangi einfaldlega ekki lengur upp en bætir við að það hafi verið forréttindi að vinna hjá félaginu.

Þar er einnig haft eftir Þorgeiri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Hauka, að sá sem taki við af Patreki verði reynslumikill.

Halldór Harri Kristjánsson mun þá hætta með kvennalið Hauka í sumar og liðið því í leit að þjálfurum fyrir bæði karla og kvennalið félagsins. Ekki stendur til að Halldór Harri taki við konunum.