*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Halldór Jóhann: ,,Framarar betri en við í kvöld"

dorijohannHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var skiljanlega svekktur eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. Hann ræddi við Sport.is eftir leikinn.

„Þetta var í raun og veru stöngin inn hjá Fram í kvöld. Við gerðum okkur erfitt fyrir þegar við misstum Ása útaf í byrjun. Við vorum fáir sem gátum spilað varnarleik svo þetta var mikið púsl. Framarar voru bara betri en við í kvöld," sagði Halldór Jóhann eftir leikinn.