*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Guðmundur Hólmar ekki með Valsmönnum í kvöld – Aðrir leikmenn með

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.

Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Vals, mun ekki leika með liðinu gegn ÍR í kvöld en hann er meiddur í kálfa. Nokkrir aðrir leikmenn Vals hafa verið að glíma við meiðsli en verða þó með í kvöld. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, við Sport.is í hádeginu.

„Guðmundur verður ekki með í kvöld en hann er að glíma við kálfameiðsli og er ekki einu sinni farinn að æfa með okkur," segir Óskar Bjarni og heldur áfram.

„Þeir Stephen Nielsen, Alexander Örn, Geir Guðmundsson, Elvar Friðriksson og Orri Freyr Gíslason verða allir á leikskýrslu í kvöld en þeir eru þó ekki allir orðnir 100% heilir."

Valsmenn mæta ÍR í kvöld en með hagstæðum úrslitum getur liðið tryggt sér deildarmeistaratitilinn.