*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Guðlaugur: ,,Sef alltaf lítið nóttina eftir leik"

gulliarGuðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, gat leyft sér að brosa eftir sigur liðsins gegn Fram í kvöld en þetta var þriðji sigurleikurinn í röð. Hann ræddi við okkur eftir leikinn.

„Þetta var hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Við höfðum trú allan leikinn og þegar við náðum ágætis taki þá náðum við að klára leikinn," sagði Guðlaugur eftir leik.

Þegar hann var spurður hvort hann sofi ekki betur þessa daganna sagði hann. „Ég sef nú alltaf lítið nóttina eftir leiki. En þetta er gott, við erum á góðri siglingu og erum að spila vel."

Þá ræddum við um möguleika liðsins á að halda sér í deildinni. „Við sjáum um þetta sjálfir, Það er okkar verkerfni að klára þetta. Næsti leikur er á mánudag og við þurfum bara að halda áfram,"