*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Fram getur farið langleiðina í átt að öruggu sæti – Þrír leikir í kvöld

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Þrír leikir fara fram í Olís deild karla í kvöld.

Í Vestmanneyjum fer fram fyrsti leikur kvöldsins er ÍBV fær Aftureldingu í heimsókn. ÍBV hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum en Afturelding hefur sigrað þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum.

Einum og hálfum tíma seinna heimsækir Fram lið FH. Fram getur með sigri farið lang leiðina með að tryggja sæti sitt í deildinni en sem stendur eru Fram og Stjarnan jöfn af stigum en Fram á leik til góða og er yfir í innanbyrðis viðureignum.

ÍR fær topplið Vals í heimsókn í Austurbergið. ÍR hefur einungis fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum en Valur er á sama tíma með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar og hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum.

18.00 ÍBV – Afturelding
19.30 FH – Fram
19.30 ÍR – Valur