*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Björgvin Hólmgeirs ekki með í kvöld – ,,Þetta kjaftæði tekur tíma"

Mynd: Ómar Örn Smith.

Mynd: Ómar Örn Smith.

Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, hefur verið frá vegna meiðsla í fæti undanfarnar vikur. Hann staðfesti við Sport.is í dag að hann verði ekki með liðinu gegn Val í kvöld en vonast til að ná leikjum liðsins í næstu viku.

„Þetta kjaftæði tekur tíma og ég tek ekki neina sénsa. Það væri gaman að ná leikjunum á mánudag og fimmtudag í næstu viku en það er aðallega úrslitakeppnin sem skiptir máli," sagði Björgvin í samtali við Sport.is

ÍR er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar en liðið hefur einungis náð í eitt stig í seinustu þremur leikjum.