*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Bjarni Fritzson: ,,Það koma hæðir og lægðir"

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Bjarni Fritzson, leikmaður ÍR, var ánægður með frammistöðuna og karakterinn þrátt fyrir tap gegn Val.

,,Grautfúlt að tapa en samt framför. Það munaði litlu að við kæmust aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Ég er óánægður með hvernig við byrjuðum en þess fyrir utan er ég tiltölulega ánægður með frammistöðuna."

Hann segir ekki svo að ÍR sé komið með hugan við úrslitakeppnina en liðið hefur einungis fengið eitt stig í síðustu fjóru leikjum liðsins.

,,Alls ekki. Það koma bara hæðir og lægðir í þessu og við erum í smá lægð núna. Mér finnst við vera að koma til baka núna eftir að hafa spilað illa í síðustu tveimur leikjum. Þannig ég er ánægður með það og tel að við séum á réttri leið."

Viðtalið við Bjarna má sjá hér fyrir neðan.