*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Afturelding tryggði sér annað sætið með sigri í Eyjum

Mynd: Ómar Örn Smith

Mynd: Ómar Örn Smith

ÍBV tók á móti Aftureldingu í kvöld sem tryggði sér annað sæti Olís deildarinnar og heldur enn í vonina með að vera deildarmeistarar eftir, —–, sigur á Eyjamönnum.

ÍBV – Afturelding (11-17)

Leikurinn var mjög jafn fyrsta korterið en staðan var 6-7, Aftureldingu í vil, en þar á eftir virtist hreinlega allur vindur fara úr bikarmeisturunum. Afturelding var fimm mínútum síðar komið í sex marka forskot og þar á eftir var ekki aftur snúið.

Staðan var 10-17 í hálfleik en Afturelding hélt þessari forystu meir og minna út leikinn og ÍBV komst í raun aldrei almennilega nálægt þeim. Þeim tókst að minnka muninn í fjögur mörk en lengra komst liðið ekki.

Lokatölur voru 23-31, Aftureldingu í vil. Pétur Júníusson var frábær og skoraði 8 mörk fyrir Aftureldingu úr einungis 9 skotum. Andri Heimir var markahæstur í liði ÍBV með 8 mörk.