*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Verða Valsmenn deildarmeistarar í kvöld?

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Þrír leikir fara fram í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Valsmenn geta með hagstæðum úrslitum orðið deildarmeistarar ársins 2015.

Valsmenn eru með þriggja stiga forystu á Aftureldingu þegar þrír leikir eru eftir af deildinni. Það sem þarf því að gerast til að Valsmenn tryggi sér titilinn í kvöld er að liðið sigri ÍR á útivelli og að Afturelding tapi í Vestmannaeyjum gegn ÍBV. Þau úrslit myndu þýða að Mosfellingar gætu ekki lengur náð Valsmönnum.

Leikur ÍBV og Aftureldingar hefst einum og hálfum tíma fyrir leik Vals eða klukkan 18:00. Leikur ÍR og Vals hefst svo klukkan 19:30.