*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Flugfélagið Ernir býður öllum frítt á leik HK og Fylkis

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Næstkomandi laugardag taka HK stelpurnar á móti Fylki í Olís deildinni kl. 13:30 og ætlar Flugfélagið Ernir að bjóða öllum frítt á leikinn.

HK stelpurnar eru enn í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og er því ekkert annað en sigur sem kemur til greina í þessum leik en stelpurnar eru í 9 sæti eins og er með 15 stig, einu stigi frá 8. sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppni. 

Fylkir er í 7. sæti með 20 stig og er öruggt með sætið í úrslitakeppninni en á möguleika á að fikra sig eilítið upp töfluna.

Eins og áður segir ætlar Flugfélagið Ernir að bjóða öllum frítt á leikinn og hvetjum við að sjálfsögðu alla að nýta sér það og styðja sitt lið til sigurs.