*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Tveir Stjörnumenn missa af leiknum í kvöld

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.

Stjörnumenn mæta ekki fullskipaðir til leiks í mikilvægum leik gegn HK í kvöld því þeir Andri Hjartar Grétarsson og Ari Magnús Þorgeirsson missa báðir af leiknum vegna meiðsla.

Báðir hafa þeir verið tæpir undanfarið en vonast var til að þeir myndu ná leiknum. Það var hinsvegar staðfest á vefsíðunni Fimmeinn.is í morgun að þeir myndu ekki ná leiknum.

HK fær Stjörnuna í heimsókn klukkan 19:30 í dag og Stjarnan verður að vinna leikinn til að halda lífi í vonum sínum um að sleppa við fall.