*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Stjarnan verður að vinna – Einn leikur í kvöld

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Það fer fram gífurlega mikilvægur leikur í kvöld í Digranesinu er HK fær Stjörnuna í heimsókn.

Leikurinn er ekki mikilvægur fyrir HK nema upp á stoltið enda er liðið fallið niður úr Olís deildinni.

Stjarnan aftur á móti verður hreinlega að vinna leikinn ætli liðið sér að eiga möguleika á að halda sér í deildinni.

Fram er tveimur stigum á undan Stjörnunni þegar þrír leikir eru eftir og einnig er liðið yfir í innanborðs viðureignum. Stjarnan mætir næst toppliði Vals í Vodafone höllinni og þaðan fara ekki mörg lið bæði stigin og hvað þá eitt.

Liðin mætast í lokaumferðinni og þá þarf Stjarnan að vera annaðhvort stigi á eftir Fram eða með jafnmörg stig til þess að eiga möguleika á að halda sæti sínu.

Það myndi einnig virka fyrir Stjörnuna að vera með fleiri stig en Fram en það er önnur saga. Leikurinn hefst klukkan 19:30 í kvöld og fer fram í Digranesinu.

19.30 Digranes HK – Stjarnan