*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Stjarnan heldur í vonina eftir sigur á HK

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Stjarnan varð að vinna í Digranesinu í kvöld í Olís deild karla til að halda í vonina um að halda sæti sínu í deildinni.

HK 26 – 30 Stjarnan (15-18)

Leikurinn var jafn framan af en það var Stjarnan sem endaði fyrri hálfleikinn á sterkari máta og fór með þriggja marka forskot í hlé, 15-18.

Stjarnan komst trekk í trekk í 4-5 marka forskot en hleypti af einhverjum ástæðum HK-ingum alltaf aftur inn í leikinn.

HK lét Stjörnuna alveg hafa fyrir hlutunum en þegar 10 mínútur voru eftir var staðan 24-24.

Stjörnunni tókst að lokum að klára þetta, 26-30, og hafa því jafnað Fram að stigum en bæði lið eru með 17 stig.

Stjarnan á tvo leiki eftir og Fram á þrjá leiki.