*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Skúli: ,,Sáttur og þakklátur"

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Skúla Gunnsteinssyni, þjálfara Stjörnunar, var létt í leikslok eftir að Stjarnan sigraði HK en hans menn urðu hreinlega að sækja bæði stigin í Digranesið ætlaði það sér að halda sæti sínu í deildinni.

„Mér fannst við spila lengst af mjög vel. Sóknarleikurinn, sem er búinn að vera smá bras hjá okkur, var að ganga mjög vel í fyrri hálfleik."

Eins og hefur verið saga Stjörnunar í vetur hleypti liðið andstæðingi sínum aftur inn í leikinn í seinni hálfleik sem var að mati Skúla algjörlega óþarfi.

„Við duttum svo í gamla klaufakaflann og óðagotskaflann sem hefur verið stundum í leikjum hjá okkur í vetur og hleyptum þeim að óþörfu inn í leikinn," en staðan var jöfn þegar tíu mínútur voru eftir, 24-24.

Stjarnan á tvo leiki eftir, gegn Val og Fram, og sigur á toppliðinu í næstu umferð væri gífurlega dýrmætt fyrir lið Stjörnunar.

„Valur er náttúrulega frábært lið. Besta liðið í deildinni. En við höfum enga kosti í stöðinni. Við verðum bara að mæta þeim og vinna þá."

Viðtalið við Skúla Gunnsteinsson má sjá hér fyrir neðan.