*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Mynd: Illa mætt á heimaleiki margra stórliða í Meistaradeildinni – Flestir mæta á völlinn í Zagreb

flensburgNú hefur verið tekinn saman listi yfir hvernig mætingin hefur verið á leiki í Meistaradeildina í handknattleik í vetur. Athygli vekur að stórlið á borð við Barcelona, PSG og Rhein-Neckar Löwen, eiga í vandræðum með að fá fólk til að mæta á sína heimaleiki.

Flestir mæta á heimaleiki hjá króatíska liðinu Zagreb en þar eru að meðaltali 10.333 á hverjum leik. Kiel er í öðru sæti með 8.790 á leik og í þriðja sætinu eru Vardar Skopje frá Makedóníu og Montpellier frá Frakklandi hnífjöfn með 5.333 áhorfendur að meðaltali í leik.

Stórliðin virðast eiga í vandræðum með að fá fólk á völlinn eins og sést hjá Barcelona. Börsungar eru sigursælasta liðið í sögu keppninnar en einungis mæta rúmlega 3.000 manns á leiki liðsins. Svipaða sögu er að segja af stjörnum prýddu liði PSG í Frakklandi en þar mæta 2.983 að meðaltali á leiki.

Listann má sjá hér að neðan.

mæting