*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

KR eða Hamrarnir í umspil um Olís-sæti – Bæði lið á öðru ári í 1.deild

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Á föstudaginn munu KR og Hamrarnir leika úrslitaleik um það hvort liðið fer í umspil um sæti í Olís-deild á næsta tímabili.

Liðin eiga í harðri baráttu um 5. sæti deildarinnar sem gefr rétt á umspili. Bæði lið eru með 21 stig en KR á tvo leiki eftir á meðan Hamrarnir eiga einn leik eftir. Staðan í innbyrðisviðureignunum er þó þannig að með sigri Hamranna tryggir liðið sér sætið.

Bæði lið eru á sínu öðru tímabili í 1. deildinni og því um ansi merkilegt afrek að ræða ef svo fer að annað hvort liðið nær sæti í Olís-deildinni.

KR endaði í 5. sæti í fyrra en þá gaf sætið ekki rétt á umspili. Hamrarnir enduðu í 8. sæti á seinasta tímabili.