*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Jón Gunnlaugur ætlar ekki að þjálfa erlendis á næsta tímabili

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Handknattleiksþjálfarinn Jón Gunnlaugur Viggósson, sem lætur af störfum með kvennalið ÍBV eftir tímabilið, ætlar ekki að þjálfa erlendis næsta vetur.

Orðrómur hefur verið uppi um að Jón Gunnlaugur myndi jafnvel reyna fyrir sér erlendis en í stuttu samtali við Sport.is segist hann ætla að þjálfa hér heima á næsta tímabili.

Þá ætlar hann að reyna fyrir sér í karlaboltanum en auk kvennaliðs ÍBV hefur hann þjálfað FH stelpur.