*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Góður sigur Íslendingaliðsins í Svíþjóð – Okkar menn í stórum hlutverkum

Mynd: Hilmar Þór

Mynd: Hilmar Þór

Sænska Íslendingaliðið Eskilstuna Guif vann í kvöld góðan sigur gegn Skövde í sænska handboltanum.

Lokatölur í leiknum urðu 33-18 og liðið styrkti í leiðinni stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar.

Atli Ævar Ingólfsson var góður í leiknum og skoraði fimm mörk og í markinu varði Aron Rafn Eðvarðsson 13 skot og var með tæplega 60% markvörslu.

Liðið er einnig þjálfað af Íslending því Kristján Andrésson þjálfar liðið.