*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Björn Ingi: ,,Þurfum að safna sem flestum stigum og vona það besta"

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn á HK í kvöld en Stjarnan hreinlega varð að vinna.

,,Þetta var rosalega erfið fæðing og miðað við að HK var fallið fyrir leikinn þá eiga þeir hrós skilið að mæta í leikinn af krafti," sagði Björn Ingi í samtali við Sport.is eftir leik.

Þetta var svolítið skrýtinn leikur. Ég komst t.d. ekki í gang fyrr en á 50. mínútu. Svona þegar það skipti mestu máli," sagði Björn Ingi hlæjandi.

Hann segir að Stjarnan muni berjast fram að síðasta leik.

,,Núna eru tveir leikir eftir og við þurfum bara að safna sem flestum stigum og vona það besta."