*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Átta íslensk mörk í góðum sigri Rhein-Neckar Löwen – Dagur fékk skell

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen jafnaði Kiel að stigum í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Lemgo.

Lokatölur í leiknum urðu 39-28 og Rhein-Neckar Löwen og Kiel eru jöfn á toppi deildarinnar með 48 stig.

Alexander Petersson skoraði sjö mörk fyrir Löwen í kvöld og Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði eitt mark.

Þá fengu lærisveinar Dags Sigurðssonar í Fuchse Berlin skell þegar liðið tapaði gegn Melsungen, 31-24, en Berlínarliðið er í sjöunda sæti deildarinnar.

Önnur úrslit kvöldsins fóru á þá leið að Hamburg sigraði Bietigheim 28-23 og Flensburg vann Goppingen, 34-26.