*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Tveir þjálfarar Vals í bann

Heimir Ríkarðsson  Mynd: Valur.is

Heimir Ríkarðsson Mynd: Valur.is

Tveir þjálfarar Vals, Þeir Arnar Daði Arnarsson og Heimir Ríkarðsson, hafa verið dæmdir í eins leiks bann af Aganefnd HSÍ.

Báðir eru þeir dæmdir í bann vegna atviks sem átti sér stað eftir leik Vals og FH/ÍH í 2. flokki karla fyrir viku síðan.

Samkvæmt Aganefnd HSÍ sýndu þeir af sér grófa óíþróttamannslega hegðun í garð dómara leiksins og eru því úrskurðaðir í bann.

Þess má geta að FH/ÍH vann leikinn með einu marki.