*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Þrjú lið geta endurtekið leikinn frá því í fyrra

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Eins og fram hefur komið var dregið í átta liða úrslitin í Meistaradeildinni í handknattleik í morgun. Þrjú af liðunum sem dregin voru upp úr pottinum komust alla leið í úrslitahelgina í fyrra og mætast ekki innbyrðis svo þau geta endurtekið leikinn.

Um er að ræða Barcelona, Kiel og Veszprem. Kiel vann Veszprem í undanúrslitunum í fyrra og Barcelona vann Veszprem í leiknum um þriðja sætið. Eina liðið af þeim fjórum sem léku á úrslitahelginni í fyrra sem ekki getur endurtekið leikinn er lið Flensburg, sem einmitt sigraði keppnina í fyrra.

Barcelona mætur Zagreb í átta liða úrslitunum og Kiel mætir Pick Szeged. Þá mætir Veszprem Róberti Gunnarssyni og félögum í PSG auk þes sem Vardar mætir Kielce°.