*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

,,Tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið"

Mynd: Handkn.deild Hauka

Mynd: Handkn.deild Hauka

Eins og fram hefur komið hefur Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari hjá kvennaliði Hauka, sagt upp starfi sínu og mun hann hætta með liðið eftir tímabilið.

Fréttirnar voru óvæntar í ljósi þess hve vel honum hefur gengið með liðið en hann segist þó einfaldlega vilja breyta til.

Halldór var svo í áhugaverðu spjalli við Fréttablaðið í morgun þar sem hann ræddi um málið. Halldór hefur áður starfað sem þjálfari í Noregi og hefur farið af stað orðrómur um að hann sé á leiðinni aftur út.

„Það halda allir að ég sé á leiðinni aftur út en það þyrfti að vera eitthvað rosalega spennandi tilboð ef ég ætti að taka fjölskylduna með mér út. Svo held ég líka að tengdó myndi berja mig ef ég færi með barnabarnið út," sagði Halldór á léttum nótum við Fréttablaðið.