*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Viltu vinna lúxusferð á Final four helgina?

flensburgNú styttist heldur betur í að úrslitahelgin í Meistaradeildinni, Final four helgin, fari fram.

Úrslitahelgin verður spiluð í Köln í Þýskalandi seinustu helgina í maí og nú hefur Evrópska handknattleikssambandið sett skemmtilegan leik af stað þar sem fólk getur unnið sér inn lúxusferð á úrslitahelgina.

Það sem fólk þarf að gera til að eiga möguleika á að vinna er að taka upp myndband af sér reyna að kasta sex handboltum í slánna og skora svo á vini sína að gera slíkt hið sama. Ekki er nauðsynlegt að hitta öllum boltunum í slánna, það er nóg að taka þátt.

EHF hvetur fólk til að vera frumlegt við myndbandsgerðina en kynningarmyndband má sjá hér að neðan.