*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Íslendingaliðið Guif fær erfiðan mótherja í EHF bikarnum

Aron Rafn Eðvarðsson

Aron Rafn Eðvarðsson

Dregið var í svokölluð sex liða úrslit í EHF bikarnum í handbolta í morgun. Eitt Íslendingalið var í pottinum og verður seint hægt að segja að liðið hafi fengið draumadrátt.

Um er að ræða Eskilstuna Guif frá Svíþjóð, sem Kristján Andrésson þjálfar og þeir Atli Ævar Ingólfsson og Aron Rafn Eðvarðsson leika með, en Guif dróst gegn þýska liðinu Hamburg og mætast liðin heima og að heiman.

Í hinum tveimur leikjunum dróst Skjern á móti Melsungen og Team Tvis Holstebro mætir Gorenje Velenje.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Fuchse Berlin hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum.