*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Guðjón Valur frábær í stórsigri – Með 100% nýtingu

Mynd: EPA.

Mynd: EPA.

Sigurganga Barcelona heldur áfram í spænska handboltanum því í kvöld hafði liðið betur gegn Huesca.

Lokatölur 43-22 og 21 marks sigur því staðreynd. Barcelona er áfram með fullt hús stiga eftir 22 umferðir.

Guðjón Valur Sigurðsson var frábær í leiknum í kvöld og skoraði tíu mörk úr tíu skotum.