*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Getur eitthvað lið stöðvað Barcelona?

Mynd: EPA.

Mynd: EPA.

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í spænska liðinu Barcelona hafa verið óstöðvandi í handboltanum þar í vetur. Liðið er með fullt hús stiga í deildinni og getur haldið sigurgöngunni áfram í kvöld.

Börsungar hafa unnið alla leiki sína í deildinni, 21 talsins, og ekkert bendir til þess að sigurgöngunni ljúki í kvöld en þá heimsækir liðið Huesca sem er í bullandi fallbaráttu í deildinni.

Barcelona hefur orðið spænskur meistari fjögur ár í röð og virðist fátt geta komið í veg fyrir að fjórði titillinn bætist í safnið.