*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Dregið í Meistaradeildinni: Sleppur Robbi við Kiel eða Barcelona?

robertKlukkan 10:30 verður dregið í 8-liða úrslitin í Meistaradeildinni í handknattleik. Þrjú Íslendingalið verða i pottinum þegar þregið verður.

Liðunum er skipt í tvo hópa og geta lið í sama hópi ekki mæst. Barcelona og Kiel eru í sama hópi og geta liðin því ekki mæst í 8-liða úrslitunum.

Róbert Gunnarsson og félagar í PSG eru þó í hinum hópnum og gætu því dregist gegn Kiel eða Börsungum.

Hér að neðan má sjá hvernig liðunum er skipt.

Hópur 1:
Barcelona, Kiel, Kielce, Veszprem.

Hópur 2:
PSG, Pick Szeged, Vardar, Zagreb