*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Drátturinn í Meistaradeildinni: Guðjón Valur fer til Króatíu

Mynd: EPA.

Mynd: EPA.

Rétt í þessu var dregið í átta liða úrslitin í Meistaradeildinni í handknattleik. Íslendingaliðin í pottinum sluppu við að mæta hvert öðru.

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Barcelona mæta króatíska liðinu Zagreb, ssem sló Kolding út í 16-liða úrslitunum. Kiel mætir ungverska liðinu Szeged sem einmitt sló út Rhein Neckar Löwen í seinustu umferð.

Þá fær PSG erfitt verkefni gegn Veszprem og Vardar mætir Kielce.

Leikirnir fara fram í apríl. Liðin sem komast áfram munu leika í úrslitahelginni í Köln í lok maí.

Drátturinn:
Zagreb – Barcelona
Vardar – Kielce
PSG – Veszprem
Pick Szeged – Kiel