*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Þrjú Íslendingalið færast nær Final four helginni – Þessi lið komust í átta liða úrslitin

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Nú er 16-liða úrslitunum lokið í 16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni og ljóst hvaða lið eiga enn möguleika á titlinum. Þrjú Íslendingalið verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun.

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Barcelona eru í pottinum auk þess sem Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson hjá Kiel eru komnir áfram. Þá komst PSG, sem Róbert Gunnarsson leikur með, einnig í átta liða úrslitin.

Hin liðin sem verða í pottinum eru ungversku liðin Veszprem og Szeged, Vardar frá Makedóníu, Kielce frá Póllandi og RK Zagreb frá Króatíu.

Dregið verður í átta liða úrslitin í hádeginu á morgun.