*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Suður Kórea Asíumeistari eftir furðulegt mót

South Korea's Woo Sun-hee celebrates a goal against Russia in their women's handball quarterfinals match at the Copper Box venue during the London 2012 Olympic GamesKvennalið Suður Kóreu fagnaði í dag sigri á Asíuleikunum í handknattleik eftir fjórtán marka sigur í úrslitaleiknum, 36-22.

Mótið var furðulegt í alla staði því getumunurinn á liðunum í Asíu er greinilega afar mikill og sáust ótrúlegar tölur á mótinu.

Til marks um það má nefna að nýkrinda meistaraliðið vann Íran, 60-11, og Indland, 50-10, á leið sinni í úrslitaleikinn.

Stærsta sigurinn á þó lið Úzbekistan sem sigraði Indónesíu 73-6.