*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Samantekt: Markahæstu leikmennirnir í Meistaradeildinni

momirNú þegar 16 liða úrslitunum í Meistaradeildinni í handknattleik er lokið hafa orðið breytingar á lista yfir markahæstu menn. Momir Ilic, leikmaður Veszprem, er kominn í toppsætið á kostnað Kiril Lazarov hjá Barcelona.

Ilic er kominn með 86 mörk í keppninni til þessa en Lazarov hefur skorað einu marki minna eða 85 mörk. Danska stórskyttan Mikkel Hansen er svo í þriðja sætinu með 80 mörk.

Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur af þeim Íslendingum sem eftir eru í keppninni en hann hefur skorað 51 mark.