*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndband: Ólafur kyssti boltann – Svipmyndir úr loka leik Ólaf Stefánssonar

Mynd: Skjáskot/LaolaTV

Mynd: Skjáskot/LaolaTV

Ólafur Stefánsson lék með danska liðinu KIF Kolding í gær er liðið sigraði RK Zagreb, 23-21, í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta.

Sigurinn reyndist þó ekki nóg en fyrri leikur liðanna endaði með 22-17 sigri Zagreb. Þetta var að öllum líkindum síðasti leikur Ólafs á ferlinum en þó héldu allir að hann hafði nú þegar spilað sinn síðasta leik árið 2013 svo það er aldrei að vita.

Vísir.is birti skemmtilegt myndband að leik loknum þar sem svipmyndir af Ólafi í leiknum eru sýndar og þar sést hann m.a. kyssa boltann í upphafi leiks.

Myndbandið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan.