*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Kiel og Barcelona geta ekki mæst í átta liða úrslitunum

Mynd: EPA.

Mynd: EPA.

Líkurnar á því að bæði Kiel og Barcelona komist í Final four helgina í Meistaradeildinni í handknattleik hafa aukist til muna eftir að ljóst er að liðin geta ekki mæst í 8-liða úrslitunum. Bæði liðin geta þó mætt Róberti Gunnarssyni og félögum í PSG.

Liðunum er skipt í tvo hópa og geta lið úr sama hópi ekki mæst í 8-liða úrslitunum. Kiel og Barcelona eru í sama hópi ásamt Veszprem og Kielce en PSG er svo í hópi með Szeged, Vardar og RK Zagreb.

Dregið verður í 8-liða úrslitin í fyrramálið og verður spennnadi að sjá hvaða liðum strákarnir okkar munu mæta.