*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Jón Gunnlaugur hættir með ÍBV eftir tímabilið

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, mun hætta með liðið eftir tímabilið. Jón Gunnlaugur hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár en undanfarið hefur verið uppi orðrómur um að hann hætti með liðið eftir tímabilið. Hann staðfesti svo orðróminn í samtali við Morgiunblaðið í kvöld.

Í samtali við Morgunblaðið segist Jón Gunnlaugur skilja við Eyjaliðið í góðu en hann langi til að reyna fyrir sér sem þjálfari karlaliðs. Hann segist ennfrekar hafa fundið fyrir áhuga frá liðum á kröftum sínum á næsta tímabili.

Hann þjálfaði kvennalið FH áður en hann tók við liði ÍBV.