*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Hvort fara Hamrarnir eða KR í umspil um sæti í Olís-deildinni?

Mynd: norðursport.is

Mynd: norðursport.is

Eftir að Hamrarnir höfðu betur gegn Mílunni í gær er ljóst að leikur þeirra gegn KR um næstu helgi verður úrslitaleikur um hvort liðið fer í umspil um sæti í Olís-deild karla.

Hamrarnir og KR eru bæði með 21 stig í deildinni en Hamrarnir hafa betur í innbyrðisviðureignunum. KR á þó leik til góða á Hamranna en ljóst er að ef Hamrarnir vinna leikinn er fimmta sætið þeirra og um leið möguleiki til að komast í Olís-deildina í gegnum umspil.

Allt stefnir í að Grótta verði deildarmeistari en liðið er með þriggja stiga forystu á Víking þegar tvær umferðir eru eftir. Eins og staðan er færu Víkingar í umspil auk Selfoss og Fjölnis. Það verður svo annað hvort KR eða Mílan sem taka seinasta sætið.