*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Forseti þýska handknattleikssambandsins segir af sér

bernhard-bauer-steht-nichtBernard Bauer hefur sagt af sér sem forseti þýska handknattleikssambandsins en þetta staðfestir sambandið í dag. Orðrómur þess efnis að hann væri að hætta fór af stað um helgina og nú hefur orðrómurinn verið staðfestur.

Fréttirnar koma þónokkuð á óvart en einungis er eitt og hálft ár síðan Bauer tók við starfinu og átti hann að leiða þýskan handknattleik inn í nýja og betri tíma. Einu og hálfu ári seinna þarf nú að finna nýjan forseta.

Ekki fyægir sögunni hvers vegna Bauer ákvað að segja af sér.