*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Einungis spænsk og þýsk lið í úrslitum Meistaradeildarinnar síðastliðinn áratug

flensburgSpennan í Meistaradeildinni í handknattleik er heldur betur að aukast en á morgun verður dregið í átta liða úrslitin. Þegar þeim er svo lokið verður ljóst hvaða lið komast í final four helgina.

Þegar seinustu tíu úrslitaleikir í keppninni eru skoðaðir sést vel hvaða lönd hafa haft yfirburði í evrópskum handbolta undanfarin áratug því einungis þýsk og spænsk lönd hafa komist í úrslitin síðustu tíu ár.

Seinasta liðið utan Spánar og Þýskalands til að komast í úrslitin var Celje Lasko frá Slóveníu en það gerðist árið 2004. Þá vann slóvenska liðið einmitt sigur gegn Flensburg en þá voru leiknir tveir úrslitaleiokir.

Síðan þá hafa þýsk lið unnið fimm sinnum og spænsk lið hafa unnið fimm sinnum.  Ciudad Real hefur þrisvar sinnum unnið á síðustu tíu árum og tvívegis hefur Barcelona unnið. Þá hefur Kiel unnið þrisvar sinnum og Hamburg og Flensburg hafa unnið sitthvorn titilinn.

Fimm sinnum hefur það gerst að tvö lið frá sama landi spili til úrslita.