*

Sunnudagur, 22. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Róbert og félagar áfram í Meistaradeildinni

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Róbert Gunnarsson og félagar í franska handboltaliðinu PSG eru komnir áfram í 8-liða úrslitin í Meistaradeildinni eftir eins marks sigur gegn Dunkerque í dag.

PSG vann fyrri leikinn með tveimur mörkum og var því í ágætis stöðu fyrir seinni leikinn sem endaði með eins marks sigri Parísarliðsins, 23-22.

PSG er fyrsta Íslendingaliðið sem tryggir sér sæti í átta liða úrslitunum en fastlega má búast við að Kiel og Barcelona mætist í þann hóp síðar í kvöld.